Verkefni um heilbrigði

Að auka gleði og vellíðan er eitt megin markmið Heilsuskóla. Í leikskólanum er kapp lagt á að efla líkamlegt atgervi barna og starfsmanna. Við förum í gönguferðir, borðum hollan mat, gerum markvissar æfingar og lærum að takast á við erfið verkefni.

Við gerum skráningar í Heilsubók barnsins tvisvar á ári. Leikskólakennarar og foreldrar eru ábyrgir fyrir vellíðan barnanna og í sameiningu fylgjast þeir með barninu og auka þekkingu sína á því hvernig þörfum barnsins er best mætt.

Börnin okkar vinna fjölbreytt verkefni í leikskólanum og þau æfa sig í leikfimi, lífsleikni og listsköpun.

Hugmyndir barna um heilbrigði eru m.a. að “hlaupa mikið, hoppa, æfa sig og fara í handahlaup.” Börnin vita að það skiptir miklu máli að borða mikið grænmeti og ávexti. Þau fá grænmeti og ávexti minnst tvisvar á dag.
 

 

 

 

 

 

Fleiri myndir hér fyrir neðan

Lesa >>

Prenta | Netfang