Jólasveinar einn og átta
ofan koma af fjöllunum.
Í fyrrakvöld þá fór ég að hátta,
þeir fundu hann Jón á Völlunum.
En Andrés stóð þar utan gátta,
þeir ætluðu að færa hann tröllunum.
En hann beiddist af þeim sátta,
óhýrustu köllunum,
og þá var hringt öllum jólabjöllunum.