Babbi segir, babbi segir

Babbi segir, babbi segir: 
"Bráðum koma dýrðleg jól". 
Mamma segir, mamma segir: 
"Magga fær þá nýjan kjól". 
Hæ, hæ, ég hlakka til, 
hann að fá og gjafirnar. 
Bjart ljós og barnaspil, 
borða sætar lummurnar

Prenta | Netfang

Í skóginum stóð kofi einn

Í skóginum stóð kofi einn,
sat við gluggan jólasveinn.
Þá kom lítið héraskinn,
sem vildi komast inn.
"Jólasveinn, ég treysti á þig,
veiðimaður skýtur mig!"
"Komdu litla héraskinn,
því ég er vinur þinn."

 

Prenta | Netfang

Skreytum hús með greinum grænum

Skreytum hús með greinum grænum,
tra la la la la la la la la.
Gleði ríkja skal í bænum,
tra la la la la la la la la.
Tendrum senn á trénu bjarta,
tra la la la la la la la la.
Tendrum jól í hverju hjarta
tra la la la la la la la la.

Ungir, gamlir - allir syngja:
Tra la la la la la la la la.
Engar sorgir hugann þyngja,
tra la la la la la la la la.
Jólabjöllur blíðar kalla,
tra la la la la la la la la.
boða frið um veröld alla,
tra la la la la la la la la!
 

Prenta | Netfang

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn

Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
ætlar að koma í dag
Með poka af gjöfum
og segja sögur
og syngja jólalag
Það verður gaman
þegar hann kemur
þá svo hátíðlegt er
Jólasveinninn minn,
káti karlinn minn
kemur með jólin með sér

Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
ætlar að koma í kvöld
Ofan af fjöllum
með ærslum og köllum
hann labbar um um holtin köld
Hann er svo góður
og blíður við börnin
bæði fátæk og rík
Enginn lendir í
jólakettinum
allir fá nýja flík

Jólasveinninn minn,
jólasveinninn minn
arkar um holtin köld
Af því að litla
jólabarnið
á afmæli í kvöld
Ró í hjarta,
frið og fögnuð
flestir öðlast þá
Jólasveinninn minn,
komdu karlinn minn
kætast þá börnin smá.


 

Prenta | Netfang

Nú er Gunna á nýju skónum

Nú er Gunna á nýju skónum,
nú eru að koma jól.
Siggi er á síðum buxum,
Solla á bláum kjól.
Solla á bláum kjól
Siggi er á síðum buxum,
Solla á bláum kjól.
 

Mamma er enn í eldhúsinu
eitthvað að fást við mat.
Indæla steik hún er að færa
upp á stærðar fat.
 

Pabbi enn í ógnarbasli
á með flibbann sinn.
"Fljótur, Siggi, finndu snöggvast
flibbahnappinn minn".
 

Kisu er eitthvað órótt líka,
út fer brokkandi.
Ilmurinn úr eldhúsinu
er svo lokkandi.
 

Jólatréð í stofu stendur,
stjörnuna glampar á.
Kertin standa á grænum greinum,
gul og rauð og blá.

 

Prenta | Netfang