Frost er úti fuglinn minn ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu í nefið þitt því nú er frosið allt.
En ef þú bíður augnablik ég ætla að flýta mér
og biðja hana mömmu mína um mylsnu handa þér.
Vorvindar glaðir, glettnir og hraðir,
geysast um löndin létt eins og börn.
Lækirnir skoppa, hjala og hoppa,
hvíld er þeim nóg í sæ eða tjörn.
Hjartað mitt litla hlustaðu á,
hóar nú smalinn brúninni frá.
Fossbúinn kveður, kætir og gleður,
frjálst er í fjalladal.
Mér finnst svo gaman að sjá þig
Mér finnst svo gaman að sjá þig
Mér finnst gaman að sjá þig
Mér finnst svo gaman gaman
Gaman að sjá þig
Út í bæ á öskudag
Úti í bæ á öskudag
eru skrítin læti.
Krakkar á því kunna lag,
kvik og létt á fæti.
Létt og hljótt þau læðast um lauma á fólkið pokum.
Tralla la la....
Babbi segir, babbi segir:
"Bráðum koma dýrðleg jól".
Mamma segir, mamma segir:
"Magga fær þá nýjan kjól".
Hæ, hæ, ég hlakka til,
hann að fá og gjafirnar.
Bjart ljós og barnaspil,
borða sætar lummurnar