Síða 9 af 12
Leikurinn
Markmið:
- Að börnin fái sem fjölbreytilegastan efnivið til að vinna með og að hugmyndaflug þeirra fái notið sín.
Áhersla er lögð á leik barnanna, hvort sem hann er frjáls eða skipulagður, og að starfsfólk taki þátt í leikjum þeirra ef þörf krefur og kenni þeim nýja leiki. Leikurinn á sér stað m.a. í vali, frjálsum leik og útivist. Börnin fá að velja sér leiki og efnivið sem í boði er á valsvæðum og utandyra. Innlögn nýrra leikja á sér einnig stað á ofangreindum stöðum og í öllu dagskipulagi leikskólans.