Síða 5 af 12
Myndsköpun
Markmið:
- Að efla sjálfstæði og frumkvæði barnanna í skapandi starfi, auk þess að styrkja fínhreyfingar og lita- og formskyn barnanna.
Myndsköpun fer fram í listasmiðjum og inni á heimastofum. Leitast er við að börnin kynnist ólíkum efniviði og hafi aðgang að góðum litum og málningu og öðru sem til þarf.