Hér má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra/forráðamenn.
Þegar börn hætta í leikskólanum gilda sömu reglur og með afmæli, þ.e.a.s þau koma ekki með neitt matarkyns með sér í leikskólann til þess að bjóða upp á. Hinsvegar ef foreldrar vilja þá geta þeir gefið leikskólanum eitthvað.
Foreldrum leikskólabarna ber að taka sumarfrí í fjórar vikur samfleytt fyrir börn sín og eru leikskólagjöld því greidd í 11 mánuði á ári. Júlímánuður er gjaldfrjáls og skiptir þá engu máli hvort frí sé tekið í júní eða ágúst. Sumarið 2022 verður sumarlokun í Borg frá 6.7.'22 - 5.8.'22 (opnað aftur fimmtudaginn 6.8.'22).
Almennt hefur leikskólinn ekki verið milligönguaðili þegar kemur að leikskólaafmælum. Við höfum leyft að setja boðskort í hólf barna ef allri deild barnsins er boðið. Að öðrum kosti bendum við foreldrum á að hafa samband við deildarstjóra.
Ef barn slasast í leikskólanum er haft samband við foreldra og í samráði við þá er metið hvort leita þurfi læknis. Mikilvægt er að hægt sé að ná sambandi við foreldra símleiðis. Ef leita þarf læknisaðstoðar fer foreldri með barnið á slysadeild eða á heilsugæslustöð. Leikskólasvið greiðir fyrir fyrstu læknisaðstoð. Form á greiðslu er með þeim hætti að foreldri greiðir fyrir heimsóknina, tekur kvittun sem leikskólastjóri fær ásamt upplýsingum um reikning sem greiðslan verður lög inná. Starfsmenn skrá slys barna á þar til gerð eyðublöð sem eru geymd í möppu barnsins en foreldrar fá afrit af.
Við í Borg styðjum okkur við reglur sem Rauði Kross Íslands viðhefur varðandi aldur þeirra sem gæta yngri barna. Rauði Krossinn miðar við 12 ára aldur og eldri í þessu tilfelli og viljum við því árétta að börn komi í fylgd 12 ára og eldri í leikskólann og eins að þau séu sótt af einhverjum sem er 12 ára eða eldri.
Mikilvægt er að foreldrar láti vita ef aðrir en foreldrar eða þeir sem eru skráðir með leyfi til að sækja barnið, komi til með að sækja börnin. Ef ekki er látið vita hringir starfsfólk í forráðamenn og athugar hvort senda megi barnið heim með þeim sem kominn er að sækja það. Auðvelt er að senda skilaboð í gegnum Völu-appið eða senda póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og láta vita.
Það er ekki æskilegt að börnin komi með leikföng að heima í leikskólann. Stundum eru aðstæður þannig að barn upplifir öryggi með ákveðnu dóti. Komi það í leikskólann ábyrgist leikskólinn ekki dótið. Yfirleitt er nóg að barnið sé í litla stund með dótið og svo geymt í hólfi barnsins þar til það fer heim.
Leikskólinn opnar kl.7.30 á morgnanna og lokar kl. 16:30. Innan þess tíma velja foreldrar vistunartíma fyrir barn sitt. Áður en leikskólaganga barna hefst gera foreldrar og leikskóli með sér dvalarsamning, þar sem fram kemur m.a. hvaða vistun foreldrar velja fyrir barn sitt. Mikilvægt er að virða vistunartíma barnanna því starfsfólk er ráðið í hús í samræmi við fjölda barna hverju sinni. Hægt er að óska eftir breytingu á vistunartíma og er það gert í gegnum Rafræna Reykjavík / Völu / eða með því að senda póst á leikskólastjóra This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Foreldrar geta þó komið með börn sín seinna eða sótt þau fyrr en vistunartíminn segir til um því skólaskylda á ekki við um leikskólann. Börnin geta líka haft gott af því að vera ekki alltaf fulla vistun og vera með foreldrum sínum og fjölskyldu en þá er samt gott að kynna sér starfið í á deildinni og athuga hvort barnið sé nokkuð að missa af einhverju skemmtilegu. Eins finnst okkur gott að vita þegar börnin koma seint eða eru í fríi.
Ef barn þarf einhverra hluta vegna að taka lyf er ætlast til þess að það sé gert heima, undanskilin eru þó bráðalyf eins og t.d. asmalyf/lyf vegna bráðaofnæmis. Foreldrar eru hvattir til að fá ávísað lyfi sem taka má tvisvar á sólahring þannig að hægt sé að gefa barni það heima áður en barnið kemur í leikskólann og eftir að leikskóladegi líkur.
Vinsamlegast tilkynnið veikindi eða frí barns í leikskólann.
Leikskólinn er fyrir heilbrigð börn, ef börn eru veik þá eru þau heima. Við biðjum foreldra að virða heilsu barna sinna og halda þeim heima ef þau eru óhress og ekki sjálfum sér lík.
Ef börn veikjast í leikskólanum er tafarlaust haft samband við foreldra og þeir beðnir um að sækja þau.
Í Borg á hvert barn sinn kassa í fataklefanum undir aukaföt. Kassarnir eru á hillunum fyrir ofan hólf barnanna og framan á þeim eru listar yfir það sem í þeim á að vera. Foreldrar fylgjast svo með hvað tekið er úr kössunum og bæta aukafötum í kassann þegar þess þarf. Útifötin eiga að hanga á snögum í hólfum barnanna og er mikilvægt að börnin séu alltaf með fatnað eftir veðri hverju sinni. Foreldrar taka svo útifatnað með heim á föstudögum ásamt skóm, stígvélum og því sem er í hólfum barnanna (húfur, vettlingar, peysur o.fl.). Inniskó er hægt að geyma í hólfum eða upp á kössunum ef þess er óskað.
Hafa skal í huga að unnið er með ýmis efni eins og t.d. málningu sem gætu farið í fatnað barnanna og því ættu þau að vera klædd samkvæmt því. Þá skal ítrekuð nauðsyn þess að merkja allan fatnað vel og vandlega til að koma í veg fyrir að hann glatist eða ruglist saman við fatnað annarra barna.
Þegar barn á afmæli er dagurinn haldinn hátíðlegur. Barnið kemur ekki með neitt að heiman þennan dag en dagurinn er gerður eftirminnilegur og barnið fær að vera "aðalnúmerið" allan daginn :)
Í leikskólanum Borg er starfað samkvæmt lögum um leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011.
Í Borg er lögð áhersla á að leikur er námsleið barna og þau læra í gegnum leik. Borg vinnur eftir nýrri menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast, og leggur höfuðáherslu á að vinna með félagsfærni og sjálfseflingu. Við hvetjum foreldra til að kynna sér vef menntastefnunnar hér.
Leikurinn er einstakt tæki til náms samanber „það er leikur að læra". Leikurinn er starf og vinna barnanna og því nauðsynlegt að þau fái að upplifa hluti og atburði að eigin raun. Hann er tjáning þeirra og um leið undirbúningur undir fullorðinsárin. Því er lögð áhersla á að í gegnum leikinn öðlist börnin færni í félagstengslum, setja sig í spor annarra, sjálfstæðri hugsun og frumkvæði. Með því eykst orðaforði og færin í tjáningu.
Stefna okkar er að börnin fái gleði og ánægju út úr leikskólastarfinu og það verði þeim hvati og örvun til frekari náms/starfs í framtíðinni. Við trúum því að með því að efla félagsfærni barna og leggja góðan félagslegan grunn fleyti þeim langt áfram í lífinu og geri þeim kleift að láta drauma sína rætast - eins og nafn menntastefnu Reykjavíkurborgar segir.
Markmið:
Markmið:
Markmið:
Málrækt fer fram í öllu starfi innan leikskólans í formi samtala, sögustunda, söngstunda og nánast hvar og hvenær sem er.
Markmið:
Myndsköpun fer fram í listasmiðjum og inni á heimastofum. Leitast er við að börnin kynnist ólíkum efniviði og hafi aðgang að góðum litum og málningu og öðru sem til þarf.
Markmið:
Sungið er í söngsal árdegis alla föstudaga, ásamt daglegum söng inni á heimastofum. Öll börn leikskólans mæta í söngsal. Þar fer fram samsöngur, einsöngur, fluttir eru leikþættir og/eða farið með þulur.
Afmælissöngur er alltaf sunginn fyrir afmælisbörn vikunnar.
Börnin hlusta á sígilda tónlist í hvíld.
Markmið:
Börnin læra um dýr og plöntur t.d. í samverustundum, útiveru. Í gönguferðum læra þau á nánasta umhverfi sitt.
Markmið:
Börnin læra í gegnum bækur, sögur, tölvur og vettvangsferðir sem farnar eru á ýmsa menningarlega staði.
Markmið:
Áhersla er lögð á leik barnanna, hvort sem hann er frjáls eða skipulagður, og að starfsfólk taki þátt í leikjum þeirra ef þörf krefur og kenni þeim nýja leiki. Leikurinn á sér stað m.a. í vali, frjálsum leik og útivist. Börnin fá að velja sér leiki og efnivið sem í boði er á valsvæðum og utandyra. Innlögn nýrra leikja á sér einnig stað á ofangreindum stöðum og í öllu dagskipulagi leikskólans.
Markmið:
Í Borg er unnið með lífsleikni í gegnum:
Einnig er lögð áhersla á sjálfshjálp barnanna og að þau séu fær um að leysa deilur sem upp koma.
Markmið:
Hóparnir eru aldursskiptir og fjöldi barna í hverjum hópi fer eftir árganginum hverju sinni. Sami hópstjóri (starfsmaður) fylgir hópnum allan veturinn. Unnið er árvisst með ákveðið grunnþema. Síðan er farið í umferðarfræðslu sem endar með heimsókn lögreglu í leikskólann. Eftir það er farið í þema sem ákveðið er ár hvert og grunnþemanu fléttað inn í það. Í þemavinnu er áhersla lögð á fínhreyfingar, framsögn o.fl. Vettvangsferðir geta verið tengdar hópastarfi.
Markmið:
Í Borg er unnið með yngstu börnin, 1 – 2 ára í litlum hópum. Börnin fá ýmsa hversdagslega hluti og ílát ásamt „verðlausu" efni til að leika sér með (helst öll samskonar hluti) í ákveðinn tíma undir vökulum augum hópstjórans. Með þessum leik er m.a. stuðlað að útrás fyrir forvitni og sköpunargleði barnanna og eflir hann auk
þess einbeitingu þeirra og tiltekt er mikilvægur hluti af leiknum.
Þegar börn hætta í leikskólanum gilda sömu reglur og með afmæli, þ.e.a.s þau koma ekki með neitt matarkyns með sér í leikskólann til þess að bjóða upp á. Hinsvegar ef foreldrar vilja þá geta þeir gefið leikskólanum eitthvað.
Foreldrum leikskólabarna ber að taka sumarfrí í fjórar vikur samfleytt fyrir börn sín og eru leikskólagjöld því greidd í 11 mánuði á ári. Júlímánuður er gjaldfrjáls og skiptir þá engu máli hvort frí sé tekið í júní eða ágúst. Leikskólinn lokar yfirleitt í 3 vikur á sumri og er sá tími valinn í samráði við foreldraráðið. Foreldrar velja svo hvort þau vilji taka 4 vikuna fyrir eða eftir lokun.
Um börn sem flytjast frá dagforeldri/einkareknum leikskóla yfir til leikskóla eftir 1. maí gilda sömu reglur - þeim ber að taka fjögurra vikna samfellt sumarfrí. Börn sem byrja í leikskóla eftir 1. maí og hafa ekki verið í vistun annars staðar hafa val um hvort þau taki sumarfrí. Börn sem byrja fyrir 1. maí taka 4 vikur í sumarfrí.