Leikskólastarf

Article Index

Í leikskólanum Borg er starfað samkvæmt lögum um leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011.

Í Borg er lögð áhersla á leikinn og að læra í gegnum hann.

Leikurinn er einstakt tæki til náms samanber „það er leikur að læra". Leikurinn er starf og vinna barnanna og því nauðsynlegt að þau fái að upplifa hluti og atburði að eigin raun. Hann er tjáning þeirra og um leið undirbúningur undir fullorðinsárin. Því er lögð áhersla á að í gegnum leikinn öðlist börnin færni í félagstengslum, setja sig í spor annarra, sjálfstæðri hugsun og frumkvæði. Með því eykst orðaforði og færin í tjáningu.

Valkerfið byggist að mestu leyti á kenningum Piaget. Markmið með uppeldislegu starfi byggist m.a. á þróun hugsunar og að auka þekkingu. Til að nám geti farið fram þurfa börnin að fá tækifæri til að íhuga, draga ályktanir, bera saman, vera forvitin og uppgötva. Piaget hefur bent á að ef barn læri sjálft að velja og
ákveða hafi það möguleika á samvinnu við aðra á sínum forsendum og byggi þá upp sitt eigið sjálfstæða siðferði.

Stefna okkar er að börnin fái gleði og ánægju út úr leikskólastarfinu og það verði þeim hvati og örvun til frekari náms/starfs í framtíðinni.

Prenta | Netfang