Slys á börnum
Ef barn slasast í leikskólanum er haft samband við foreldra og í samráði við þá er metið hvort leita þurfi læknis. Mikilvægt er að hægt sé að ná sambandi við foreldra símleiðis. Ef leita þarf læknisaðstoðar fer foreldri með barnið á slysadeild eða á heilsugæslustöð. Leikskólasvið greiðir fyrir fyrstu læknisaðstoð. Form á greiðslu er með þeim hætti að foreldri greiðir fyrir heimsóknina, tekur kvittun sem leikskólastjóri fær ásamt upplýsingum um reikning sem greiðslan verður lög inná. Starfsmenn skrá slys barna á þar til gerð eyðublöð sem eru geymd í möppu barnsins en foreldrar fá afrit af.