Ugludeild

Á Ugludeild eru börn frá þriggja til fimm ára.
Á deildinni eru 23 börn og 3 starfsmenn.
Nemendur á Ugludeild eru annað hvort í Græna, Rauða eða Gula hóp. Með því að hafa börnin í þremur hópum ná börnin að kynnast vel og njóta sín í litlum hóp.

Hóparnir

Í hópatímum eru börnin með félögum sínum og kennara í fjölbreyttum verkefnum leikskólans. Með markvissu hópastarfi er leitast við að skapa börnunum það öryggi og festu sem þarf svo börnin nái að kynnast hvort öðru sem og kennurum sínum náið. Í öruggum aðstæðum  taka börnin þátt og tjá sig. Í leikskólanum fær barnið trú á eigin getu með því að takast á við verkefni við hæfi. Hópstjórarnir meta hvernig samvinna barnanna er, hvort það ríki öryggi, hvort verkefni veki áhuga barnanna og vilja til að læra meira, hvort börnin taka þáttt, hvort þau nái að tjá sig og og síðast en ekki síst hvort það skapist vinskapur meðal barnanna.

 


 

Prenta | Netfang