Íþróttavika í Fálkaborg

Núna stendur yfir hin árlega íþróttavika í Fálkaborg. Þá förum við í skemmtilega leiki og þrautir á hverjum degi og í enda vikunnar er verðlaunaafhending fyrir þátttöku.


Kl. 10 á morgnana fara öll börnin út og taka þátt. Nema þegar veðrið er leiðinlegt, þá förum við í staðinn í salinn.

Inn á myndasíðunni eru komnar myndir frá íþróttavikunni.

 

Prenta | Netfang

Fréttir frá Fálkaborg

Á Fálkaborg hefur ýmislegt gengið á síðustu daga. Það var haldið afa og ömmu kaffi og endaði það svo á því að krakkarnir sungu 3 lög fyrir afa sína og ömmur. Svo hafa á Fálkadeild og ugludeild verið óskadagar þar sem börnin hafa valið eitthvað þema fengið að gera eitthvað tengt því. Má t.d. nefna lestardag þar sem mátti koma með dót eða bækur tengdar lestum og dótadag þar sem var komið með ýmiskonar dót að heiman. Núna eru börnin að vinna í því að búa til klaka með matarlit og ýmsu fleiru sem á svo að hengja upp í kringum leikskólann.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndir tengdar öllu því sem lýst er hér fyrir ofan má finna á myndavefnum.

Prenta | Netfang

Snjór, snjór

janúar 147Eftir að hafa þurft að hýrast inni vegna hálku, komust börnin á Arnardeild loksins út í dag til þess að leika í snjóum. Flestum þótti það afskaplega skemmtilegt.

Myndir frá útiverunni ásamt öðrum janúarmyndum má finna í myndasafninu.

Prenta | Netfang