Eldhús

Fálkaborg leggjum við áherslu á náttúruvernd og heilsusamlegt líferni.
Áhugi á heilsufæði hefur verið einkennandi fyrir leikskólann í gegnum árin og er hráefni til matargerðar valið með tilliti til lífræns ræktunarmáta.

Hrísgrjón og spaghettí sem boðið er upp á í Fálkaborg er unnið úr lífrænni ræktun, við notum híðishrísgrjón og heilhveitispaghettí.
Við bökum úr grófu mjöli og notum sem minnst viðbættan sykur. Við leitumst við að bjóða upp á trefjaríka baunarétti einu sinni í mánuði og höfum sem minnst af unninni kjötvöru.
31apmrfpmzl._aa280_
Mikilvæg leið til þess að byggja upp heilbrigði barna er að þau fái fjölbreytt og hollt mataræði. Til þess að barnið njóti leikskólatímans þarf að sjá til þess að öllum þörfum þess sé sinnt. Það er sameiginleg ábyrgð leikskóla og foreldra. Börnin þurfa að fá hvíld, svefn og hollan mat. Við veljum hráefni til matargerðar með það í huga.Við viljum kenna börnum   að borða hollan mat án aukaefna.

Prenta | Netfang