Arnardeild

Á Arnardeild eru yngstu börnin, frá eins árs til tveggja ára.
Á deildinni eru 18 börn og 4 starfsmenn.

Nemendur á Arnardeild eru annað hvort á inn á Kletti eða Bjargi. Með því að hafa börnin í tveimur hópum eru færri börn samtímis sem er kostur fyrir börn á þessum aldri.

Yngstu börnin eru mörg hver að skilja í fyrsta sinn við foreldra sína og getur sá aðskilnaður verið erfiður fyrir börn og foreldra.
Barnið verður meðvitaðra um sjálft sig, það fer að kanna umheiminn í kringum sig, en með því æfir barnið sjálfstæði sitt. Hlutverk kennara er að vera ávallt til staðar fyrir barnið og skapa því þroskavænlegt umhverfi sem felur í sér áskoranir fyrir barnið. Á þessum tíma er barnið að öðlast aukið sjálfstæði en hefur jafnframt þörf fyrir náið samband við fullorðinn sem það þekkir vel, í litlum hóp kynnast börnin betur.  Áhersla er lögð á að börnin umgangist sem fæsta kennara og alltaf sömu kennarana þann tíma sem barnið dvelur í leikskólanum. Með þessu myndast nánara samband milli barnsins og hins fullorðna. Kennarar þekkja barnið og eru færir um að mæta þörfum þess.alt

 

Umhverfismennt er stór þáttur í leikskólastarfinu á yngstu deildinni, börnin eigna sér stað í skóginum við leikskólann „leynistaðinn" sem þau heimsækja og nota til að fylgjast með breytingum í náttúrunni.

Lögð er áhersla á að tala við börnin um fjölskylduna og þau sjálf. Hvað þau hafa verið að gera og hvar þau eiga heima. Farið er með yngstu börnin í stuttar gönguferðir út fyrir leikskólann enda kjörið umhverfi kringum leikskólann.

 

 

Prenta | Netfang