Sumarið er komið :)

Nú fara börnin að týnast í sumarfrí hvert af öðru og viljum við þakka ykkur öllum fyrir veturinn sem er senn á enda.

Núna við sumarfrí hættir hún Eva Lind hjá okkur og ætlar að setjast á skólabekk. Hulda Hvönn mun svo hætta seinna í ágúst af sömu ástæðu. Þökkum við þeim innilega fyrir samstarfið í vetur.

Við vonum að allir hafi það sem best í sumarfríiinu og sjáumst öll hress og kát eftir frí til að eyða næsta vetri saman

Við viljum einnig óska öllum skólabörnunum okkar velgengni í 1.bekk og verður þeirra sárt saknað 

 

Starfsfólk Álfaholts Wink

Prenta | Netfang

Vetrarhátíð Arnarborgar

Þessi vika er aldeilis búin að vera litrík og skemmtileg! Af tilefni af vetrarhátíð í Reykjavík sem búin er að standa yfir frá 6.febrúar og lýkur á morgun erum við eins og ykkur er kunnugt um búin að halda okkar vetrarhátíð hér í leikskólanum. Við vorum með vasaljósaviku sem lukkaðist mjög vel, börnunum fannst þetta skemmtileg tilbreyting og léku sér mikið með ljósin sín. Svo bjuggu þau til klaka; blönduðu gulum, rauðum, grænum og bláum matarlit í könnur af vatni og fengu svo að velja sér hvaða lit af vatni þau vildu og helltu í lítið glas, vatnið var svo fryst og þannig búinn til klaki sem börnin hengdu upp í tré í garðinum. Á fimmtudaginn var svo vasaljósaganga en þá fórum við í smá gönguferð um hverfið með vasaljósin meðan það var ennþá smá myrkur og lauk heregheitunum svo í dag með bláum degi og vasaljósaballi í salnum. Sem sagt góður endir á frábærri viku :)

Í dag er svo líka búin að vera heljarinnar Eurovision stemming, Eurovision lögin hafa verið mikið spiluð og tjúttað við þau, bæði í salnum og inn á deild og margir orðnir spenntir fyrir keppninni annað kvöld :)

 

vetrarhatid 2014 38 Small

vetrarhatid 2014 82 Small

Prenta | Netfang