Álfaholt

Á Álfaholti eru 24 börn samtímis á aldrinum 3- 6 ára.

Börnin eru í skipulögðu starfi frá kl. 09:00 – 12:00. Þau taka þátt í vali leikskólans, fara tvisvar í viku í „Stig af stigi“, leikfimi í Breiðholtsskóla einu sinni í viku og hópastarf þrisvar í viku. Á föstudögum taka þau þátt í almennu starfi leikskólans. Í hópastarfi er notuð námsleið sem nefnd er „könnunarvefur“. Unnið er með ákveðin viðfangsefni þar sem börnin nota m.a. hugmyndaflugið og opna tjáningu. Í hópastarfi er farið í gegnum öll námssviðin í Aðalnámskrá leikskóla, eins og lög gera ráð fyrir.

Prenta | Netfang