Leikskólinn Arnarborg

altArnarborg er þriggja deilda leikskóli til húsa að Maríubakka 1, 109 Reykjavík og er rekinn af Leikskólasviði Reykjavíkurborgar.. Leikskólinn er staðsettur í austurhluta Bakkahverfis með víðfermt og frábært útsýni. Hann hóf starfsemi sína 20. janúar 1972 og var byggt við hann árið 1993. Deildir leikskólans (heimastofur) eru: Dvergaholt fyrir 1 – 3 ára börn og Álfaholt og Tröllaholt fyrir 3 – 6 ára börn. Leikskólinn er opinn í níu og hálfa klukkustund, eða frá kl 7:30- 17:00 og er dvalartímar barnanna mislangur. Sextíu og sex börn dvelja samtímis í skólanum.

Prenta | Netfang