Leikskólinn Borg

Leikskólinn Borg varð til við sameiningu leikskólanna Arnarborgar og Fálkaborgar 1. Júlí 2011. Leikskólinn er starfræktur á tveimur starfstöðvum sem bera gömlu heiti leikskólanna, Arnarborg sem stendur við Maríubakka 1 og Fálkaborg sem stendur við Fálkabakka 9. Þrjár deildir eru á hvorri starfstöð um sig. Aldur barnanna er frá eins til sex ára og gert er ráð fyrir 119 börnum.

Leikskólinn Borg hefur fengið Grænfána viðurkenninguna. Heilsustefna er Fálkaborgarmegin. PBS stefnan er Arnarborgar megin og það er áætluð innleiðing á þeirri stefnu Fálkaborgarmegin á yfirstandandi skólaári.

Í leikskólanum er lögð áhersla á að börn upplifi gleði og lífshamingi í öruggu oguppbyggjandi umhverfi.

Leikskólinn er opinn frá kl. 7.30 til 17.00 á virkum dögum.

Netfang leikskólans:

  • This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Prenta | Netfang