Grænfáni

Fálkaborg er með viðurkenninguna Grænfánann og viðurkenningu sem Heilsleikskóli. Verkefni sem tengjast Grænfánanum sjást m.a. á því að öll börn taka þátt í moltugerð. Þau sjá að matarafgangar eru settir í moltukassa sem er í fataherberginu. Einnig koma þau með og setja brauð- og ávaxtaafganga í kassann og fylgjast með þegar hrært er í honum og sjá hvernig maturinn breytist í kassanum. Þegar losað er úr moltukassanum í stóru moltutunnurnar í garðinum koma börnin með fullorðnum og sjá með eigin augum hvað verður um matarafgangana þeirra. Þau finna lyktina og skoða ofan í moltutunnuna. Þau börn sem sýna áhuga hjálpa svo til við að flytja moltu úr tunnum yfir í þar til gerða trékassa. Að lokum fara þau með þegar molta er sett út í holtið sem áburður. Börnin fylgjast með ferlinu af miklum áhuga. Einnig endurvinnum við pappír og flokkum ruslið. Við viljum kenna börnunum að það sé sjálfsagt og eðlilegt að endurnýta það efni tilfellur og verður ekki nýtt óbreytt.

Á vorin setja börnin niður kartöflur og sá fræi í matjurtagarðinn sem þau taka svo upp að hausti. Börnin sá paprikufræi sem þau vökva daglega og fara síðan með heim þegar plantan er komin vel á veg. Einnig vökva börnin sumarblómin fyrir utan leikskólann.

Verkefni sem tengjast heilsuskólanum er fyrst og fremst sýnileg í Heilsubók barnsins. Börnin fá markvissa hreyfiþjálfun og þau fá sérstaklega valin mat, mikið grænmeti og ávexti. Fylgst er með framförum og heilsu barnanna bæði líkamlegri og andlegri.

Hér má sjá skýrslu Fálkaborgar til Landverndar 2010  

Prenta | Netfang