Foreldrafélag Fálkaborgar

Foreldrafélag Fálkaborgar stendur fyrir margskonar uppákomum á hverju leikskólaári. Þá hittast foreldrar með börnum sínum í leikskólanum. T.d. á jólaföndri, jólaballi, páskabingói, vorferð, vorhátíð og fleiri viðburðum.

Hlutverk foreldrafélags er afar mikilvægt. Með viðburðum þar sem börn hittast ásamt foreldrum sínum er verið að styrkja tengsl og auka kynni fólksins í hverfinu. Það verður svo til þess að byggja grunn að góðu samfélagi.

Foreldrafélagið innheimtir gjald í foreldrasjóð. Foreldrafélagið kynnir ársskýrslu félagsins á foreldrafundi í leikskólanum að hausti ár hvert. Á þeim fundi eru jafnframt kosnir fulltrúar í stjórn foreldrafélags.

Foreldrafélagið er með netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn foreldrafélags:

Eygló Traustadóttir, formaður

Brynhildur Ósk Guðmundsdóttir, gjaldkeri

Steinunn Leifsdóttir, ritari

Erla Sif Gísladóttir

Kara Rut Hanssen

Ásta Birna Björnsdóttir

 

 

Prenta | Netfang