Foreldrafélag Arnarborgar

Foreldrafélag Arnarborgar er öflugt og hittist stjórn félagsins og einn tengiliður leikskólans reglulega til að funda í leikskólanum. Starfið þarf að vera sýnilegt og gegnsætt og það er gert m.a. með því að hengja upp myndir úr starfinu og verk eftir börnin inni í leikskólanum og með því að hafa heimasíðu Arnarborgar virka og fjölbreytta.með upplýsingum bæði um leik og starf skólans. Taka skal fram að foreldrar barna í Arnarborg eru yfirleitt mjög duglegir að taka þátt í því sem leikskólinn býður upp á hverju sinni, hvort sem um er að ræða, sveitaferð, opið hús, sumargleði eða foreldrafundi.

Foreldrafélagið skipa:

Formaður: Rúna Sirrý Guðmundsdóttir
Gjaldkeri: Sólveig Einarsdóttir
Meðstjórnendur: Erla Sigurþórsdóttir, Linda Hrönn Schöth og Tómas Árnason

Prenta | Netfang