Foreldrafundur í Borg - Fálkaborg

happy family op 770x344


Leikskólinn Borg boðar til foreldrafundar
Föstudaginn 1. júní 2018
frá kl. 08:30-09:30
í Fálkaborg

Dagskrá:
Kynning á Tannverndarverkefni
Starfsáætlun 2018-2019
Kosning í Foreldraráð

Lesa >>


Foreldrafundur í Borg-Arnarborg

happy family op 770x344

 


Leikskólinn Borg boðar til foreldrafundar
Fimmtudaginn 31.maí 2018
frá kl. 08:30-09:30
í Arnarborg

 

Dagskrá:
Kynning á Tannverndarverkefni
Starfsáætlun 2018-2019
Kosning í Foreldraráð

 

 

 

Lesa >>


Skipulagsdagar á vorönn

Leikskólar eiga sex stafsdaga á hverju skólaári og hafa heimild til að taka þá hálfa eða heila.

Við þurfum að gera breytingar á skipulagsdögum á vorönn. Skráðir skipulagsdagar á vorönn voru  fjórir en við fellum niður einn.

Næsti starfsdagur verður 6. febrúar - lokað allan daginn.

Síðasti skipulagsdagur vorannar verður 20. apríl 2018 - lokað allan daginn

Lesa >>


Sumarlokun 2018

Sumarlokun verður frá 11. júlí til og með 8. ágúst 2018. Opnun aftur 9. ágúst kl. 07:30

Lesa >>


Nýr leikskólastjóri tekinn til starfa

haust


Góðan dag og gleðilegt haust!

Hildur haettir 1

Síðastliðinn föstudag kvaddi starfsfólk, börn og foreldrar leikskólastýruna okkar hana Hildi eftir meira en 20 ára starf í leikskólanum. Hún var leikskólastýra í Arnarborg frá árinu 1996 og tók svo við báðum starfsstöðvum þegar Fálkaborg og Arnarborg voru sameinaðir í Borg árið 2011. Hildi þökkuðum við kærlega fyrir samveruna og samvinnuna með óvæntri kveðjustund í garðinum í Arnarborg, þar sem starfsfólk og börn beggja starfsstöðva var samankomið. Hildur fékk gjafir frá börnunum í Borg en öll höfðu þau teiknað myndir sem voru gormaðar inn í árgangaskiptar myndabækur.

gyda2

 

 

 

 

Síðasta mánudag, 2. október, tók nýr leikskólastjóri við. Hún heitir Gyða Guðmundsdóttir og var áður aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Holti. Við bjóðum Gyðu hjartanlega velkomna til starfa í Borg og hlökkum mikið til framtíðarinnar með hana í okkar liði. 

 

 

Bestu kveðjur, starfsfólk og börn

 í Borg

 

 

Lesa >>


Leikskóladagatal 2017-2018

Leikskóladagatal fyrir komandi skólaár er komið á heimasíðuna og verður sent til allra foreldra áður en langt um líður. Hérna eru skipulagsdagar 2017-2018. Athugið að stjórnendur áskila sér rétt til að breyta dagsetningum með fyrirvara.

15. september – lokað allan daginn

3. nóvember – lokað allan daginn

4. janúar – lokað allan daginn

6. febrúar – lokað allan daginn

27. apríl - lokað allan daginn

 

Dagatalið sjálft er hér og jafnframt undir leikskólinn - stefna og starfsáætlun - leikskóladagatal 2017-2018.

Bestu kveðjur starfsfólk

Lesa >>